VIÐHORFAHÓPUR

Takk fyrir skráninguna og velkomin(n) í hópinn. Hér fyrir neðan koma fram upplýsingar um trúnað og meðferð persónuupplýsinga sem gilda um viðhorfahópinn.

Trúnaður og persónuvernd

Ráðhúsið leggur áherslu á örugga meðferð persónuupplýsinga og trúnað. Allar upplýsingar sem Ráðhúsið fær um einstaklinga eða fyrirtæki eru varðveittar á öruggan hátt og gilda strangar reglur um notkun þeirra. Við framsetningu gagna er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga.

Ráðhúsið starfar eftir ströngum siðareglum sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja - ESOMAR. Við virðum þau lög sem Persónuvernd starfar eftir og setur um geymslu og meðferð persónuupplýsinga. Ráðhúsið safnar aldrei upplýsingum um einstaklinga án þeirra vitneskju og samþykkis.

Ráðhúsið veitir þriðja aðila aldrei upplýsingar um svarendur í könnunum án þeirra samþykkis. Þeir starfsmenn Ráðhúsins sem hafa aðgang að persónulegum upplýsingum hafa ríka skyldu um að virða trúnað við svarendur og hafa skrifað undir samning þess efnis. Þátttakendum í könnunum er ávallt frjálst að neita að svara einstaka spurningum eða könnun í heild sinni.

Ráðhúsið Lágmúla 6, 108, Reykjavik | 5715515 | KNT 6307071290 | VSK 95178 |  Höfundarréttur 2020 | Persónuverndarstefna | Skilmálar

  • LinkedIn
  • Facebook