VIÐHORFAHÓPUR

Ráðhúsið ráðgjöf hefur hafið samstarf við Tölvísi og sameiginlega er fengist við viðhorfs- og markaðsrannsóknir. 
 

Rannsóknateymi Ráðhússins hefur áratugareynslu á sviði viðhorfs- og markaðsrannsókna og hefur annast þau verkefni með árangursríkum hætti fyrir bæði innlend og erlend fyrirtæki og stofnanir. Ráðhúsið ráðgjöf er í samstarfi við alþjóðleg markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem gerir okkur kleyft að framkvæma rannsóknir bæði hér heima og erlendis fyrir viðskiptavini okkar.

Trúnaður og persónuvernd
 
Ráðhúsið og Tölvísi leggja áherslu á örugga meðferð persónuupplýsinga og gætir trúnaðar í þeim efnum. Allar upplýsingar sem Ráðhúsið og Tölvísi fær um einstaklinga eða fyrirtæki eru varðveittar á öruggan hátt og gilda strangar reglur um notkun þeirra. Við framsetningu gagna er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga.
 
Ráðhúsið og Tölvísi starfa eftir ströngum siðareglum. Við virðum lög um persónuvernd og störfum eftir þeim. Ráðhúsið safnar ekki upplýsingum um einstaklinga án þeirra vitneskju og samþykkis.
 
Ráðhúsið veitir þriðja aðila aldrei upplýsingar um svarendur í könnunum án þeirra samþykkis. Þeir starfsmenn Ráðhússins sem hafa aðgang að persónulegum upplýsingum hafa ríka skyldu um að virða trúnað við svarendur og hafa skrifað undir samning þess efnis. 

Hverjir eru í Viðhorfahópnum?
 
Við nefnum þann hóp sem tekur þátt í rannsóknum okkar Viðhorfahópinn. Tryggt er að hópurinn endurspegli ávallt íslensku þjóðina og með það að leiðarljósi er vísindalegum aðferðum beitt til að tryggja gæði. Þessi aðferð gerir okkur kleyft að setja fram alhæfingar um þýðið eða markhópinn. Sambærilegar kröfur eru gerðar til rannsókna okkar erlendis.

thumbsup1024x576.jpg