VIÐHORFAHÓPUR

Viðhorfahópur Ráðhússins er opinn fyrir þínum skoðunum. Viðhorfahópurinn svarar könnunum, tekur þátt í rýnihópum og rannsóknum. Svarendur eiga möguleika á því að vinna 20.000 króna gjafabréf. 

Hópurinn sér til þess að fyrirtæki, félög, stofnanir og aðrir geta fengið góðar upplýsingar um það sem er efst á baugi hverju sinni og hvernig viðhorfum er háttað. 

 

Skoðun þín skiptir máli!

Skilningur og þekking á viðhorfum fólks liggja til grundvallar á svo ótal mörgu þegar að ákvörðunum kemur hjá stjórnendum. Með því að koma skoðunum sínum á framfæri í rannsóknum Ráðhússins getur þú því haft áhrif á framvindu í starfsemi, stefnu og þróun á vöru og þjónustu.

Þess vegna skiptir þátttaka þín í viðhorfahópnum miklu máli. Markaðsaðilar munu fá aðgang niðurstöðum rannsókna okkar og fá þannig dýrmætar upplýsingar um væntingar og viðhorf til fjölbreyttra málefna. Þannig getur þú mögulega fengið í auknum mæli þjónustu sniðna að þínum óskum og þörfum.
 

Trúnaður og persónuvernd

 

Ráðhúsið leggur áherslu á örugga meðferð persónuupplýsinga og gætir trúnaðar í þeim efnum. Allar upplýsingar sem Ráðhúsið fær um einstaklinga eða fyrirtæki eru varðveittar á öruggan hátt og gilda strangar reglur um notkun þeirra. Við framsetningu gagna er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga

 

Ráðhúsið starfar eftir ströngum siðareglum. Við virðum þau lög sem Persónuvernd starfar eftir og setur um geymslu og meðferð persónuupplýsinga. Ráðhúsið safnar aldrei upplýsingum um einstaklinga án þeirra vitneskju og samþykkis.

 

Ráðhúsið veitir þriðja aðila aldrei upplýsingar um svarendur í könnunum án þeirra samþykkis. Þeir starfsmenn Ráðhússins sem hafa aðgang að persónulegum upplýsingum hafa ríka skyldu um að virða trúnað við svarendur og hafa skrifað undir samning þess efnis. Þátttakendum í könnunum er ávallt frjálst að neita að svara einstaka spurningum eða könnun í heild sinni.​

Hverjir eru í Viðhorfahópnum?

 

Tryggt er að hópurinn endurspegli ávallt íslensku þjóðina og með það að leiðarljósi er vísindalegum aðferðum beitt til að tryggja gæði. Þessi aðferð gerir okkur kleyft að setja fram alhæfingar um þýðið eða markhópinn. 

Ráðhúsið Lágmúla 6, 108, Reykjavik | 5715515 | KNT 6307071290 | VSK 95178 |  Höfundarréttur 2020 | Persónuverndarstefna | Skilmálar

  • LinkedIn
  • Facebook