UPPLÝSINGATÆKNI

Íslenskt þjónustufyrirtæki var að skoða upplýsingatæknimál sín. Stjórn þess vildi draga úr föstum kostnaði, auka kostnaðarvitund, sveigjanleika og ná fram hagræðingu. Rekstur tölvubúnaðar og þróun á hugbúnaði hafði lengi verið innan fyrirtækisins og því fylgdi fjárfestingaþörf og fastur kostnaður sem hentaði fyrirætkinu illa í því rekstrarumhverfi sem það starfar í.

 

Í kjölfarið á greiningu varð ljóst að það myndi henta fyrirtækinu vel að fara í úthýsingu á öllum upplýsingatæknirekstri. Fjárfestingaþörf myndi minnka og hagræðing í fjölda stöðugilda og launakostnaði myndi nást fram. Á sama tíma væri hægt að auka kröfur um gæði í rekstri á upplýsingatæknibúnaði og kerfum.

 

Hagræðing náðist hratt fram og bæði stjórnendur og starfsfólk tók þessari breytingu vel. Kostnaðarvitund batnaði, gæði urðu meiri og aukin sveigjanleiki náðist bæði í aðföngum og samstarfsaðilum.