NÁÐU BETRI ÁRANGRI 

Við hjá Ráðhúsinu höfum áratuga reynslu og þekkingu af rekstri, markaðsmálum og upplýsingatækni. Markmið okkar er að tryggja þér árangur í því harða, hraða og erfiða samkeppnisumhverfi sem við búum við.

Magnús Bjarni Baldursson

SÉRFRÆÐINGUR

Magnús er reyndur stjórnandi og ráðgjafi sem hefur annast ráðgjöf til fjölmargra fyrirtækja, félaga og opinberra aðila með eftirtektarverðum árangri.

Sérgreinar Magnúsar eru markaðs- og kynningarmál auk almannatengsla.Þá hefur hann annast stofnun og rekstur fyrirtækja, innleiðingu breytinga í rekstri og stjórnun auk rannsókna, greininga og árangursmælinga. 

Magnús hefur fjölbreytta reynslu á sviði auglýsingar, markaðs og kynningarmála, verslunar- og þjónustu, ferðaþjónustu, iðnaði og ráðgjöf til sveitarfélaga og stofnana svo eitthvað sé nefnt.

Sigmundur Halldórsson

SÉRFRÆÐINGUR

Sigmundur hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífu og hefur stýrt verkefnum fyrir bæði smærri og stærri fyrirtæki á sviði afþreyingar, byggingariðnaðar, ferðaþjónustu, fjarskipta, fjölmiðla, skapandi greina, verslunar og þjónustu. Sigmundur hefur lokið háskólanámi í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi og hefur persónuleg tengsl við Asíu.

Hann er reyndur stjórnandi og hefur bæði víðtæka og djúpa þekkingu á upplýsingatækni með sérstakri áherslu á sölu og markaðstækni. Hann leggur á það áherslu að þrátt fyrir allar heimsins tæknibreytingar, þá séum við ennþá fólk og einkenni þeirra sem ná góðum árangri sé að huga að hagsmunum bæði ytri og innri hagaðila í allri starfsemi.

Fyrir utan þekkingu á upplýsingatækni er Sigmundur bæði liðtækur orðasmiður og víðförull. 

Bjarni Sigurðsson

SÉRFRÆÐINGUR

Bjarni hefur áratuga reynslu úr fjölmiðlaheiminum þar sem hann hefur stýrt margvíslegum verkefnum sem tengjast auglýsinga og markaðsmálum á Íslandi. Á þeim ferli hefur hann aflað sér djúpstæðrar þekkingar og reynslu á sviði auglýsinga, birtingasstjórnunar, verkefnastjórnunar og sölumála.

Bjarni er reyndur stjórnandi og ráðgjafi sem hefur bæði víðtæka og djúpa þekkingu á öllu því sem snýr að sölu og markaðssókn. Hann er okkar helsti sérfræðingur í auglýsinga og birtingafræðum.

  

Auk þess hefur hann starfað við kvikmyndagerð og þekkir vel til framleiðslu á myndefnis.

sofi_test3.jpg

KOMDU TIL OKKAR

Lágmúla 6,108, Reykjavík 

5715515rad@radhusid.is

Ráðhúsið Lágmúla 6, 108, Reykjavik | 5715515 | KNT 6307071290 | VSK 95178 |  Höfundarréttur 2020 | Persónuverndarstefna | Skilmálar

  • LinkedIn
  • Facebook