SKILMÁLAR

Upplýsingarnar sem eru á þessum vefsíðum („vefurinn“, þ.e. www.radhusid.is og www.radhusid.com ) eru veittar af Ráðhúsið ráðgjöf og er eign félagsins. Upplýsingarnar eru almennar leiðbeiningar og upplýsingar til að vekja áhuga á starfsemi okkar og til að hafa samband við okkur. Veittum upplýsingum á vef okkar er ekki ætlað að koma í stað ráðgjafar eða þjónustu okkar. Til að njóta ráðgjafaþjónustu Ráðhússins ráðgjafar er best að hafa samband við félagið og starfsmenn þess. 

 

Vegna eðlis rafrænna samskipta ábyrgist Ráðhúsið ráðgjöf ekki að vefsvæði þess sé skilyrðislaust aðgengilegt eða án einhverrar tafar, villulaust, eða án vírusa eða ámóta rafrænna annmarka. Upplýsingarnar eru veittar “eins og þær koma fyrir” á vefsíðu félagsins og eru birtar án ábyrgðar, þ.m.t. hvað nákvæmni varðar, tíma, hvort sem er í heild eða hluta, og hvað áreiðanleika varðar. Ráðhúsið ráðgjöf ber ekki ábyrgð á beinum eða óbeinum, tilfallandi eða sértækum, almennum og afleiddum skaða sem lesandi telur sig verða fyrir, eða á nokkurn hátt á öðrum refsiverðum skaða, þ.m.t. ábyrgð á tapi, upplýsingum eða skorts þessa, gögnum eða hagnaði óháð tilgangi notkunar, þ.m.t. efni á eða aðgang að vefnum, afritun, skjá eða hvers konar annarri notkun.

 

Ráðhúsið ráðgjöf, merki þess, vörumerki og önnur vöru- og þjónustunöfn eða heiti þessa og nefnd eru á vefnum eða annars staðar eru eign félagsins. Óheimilt er skilyrðislaust að nota ofangreint, afrita eða hagnýta á nokkurn hátt án skriflegs leyfis félagsins, hvort sem það er nefnt eða þess getið á vefnum eða annars staðar.

 

Tengingar við efni hjá öðrum vefsvæðum eða öðru efni sem aðgengilegt er á Internetinu er aðeins gert til hagræðis fyrir notendur. Ráðhúsið ráðgjöf hefur ekki stjórn á og ber ekki ábyrgð á neinu af þessum síðum, efni eða innihaldi þeirra. Ráðhúsið ráðgjöf verndar orðspor sitt og vörumerki og Ráðhúsið ráðgjöf áskilur sér rétt til að fara fram á að allir tenglar sem vísa á vefsíðu okkar séu fjarlægðir óski félagið þess.

 

Notkun á vefhlekkjum á vef okkar og önnur notkun á merkjum, táknum, myndum og texta  er bönnuð af Ráðhúsið ráðgjöf og getur slíkt haft í för með sér lögsókn vegna brota á höfunda- eða eignarétti og öðrum þeim réttindum, beinum og afleiddum, sem efnt getur verið til. Ráðhúsið ráðgjöf áskilur sér óskilyrtan rétt til að sækja meint brot á ofangreindu fyrir dómstólum eða á annan lögformlegan hátt.

​Tenglar sem hylja slóðina og / eða fara framhjá heimasíðu félagsins eða öðrum síðum þess og innihalda höfundarréttarvarið efni eða annað efni og er varið með eignarrétti er óheimilt.