SÁTTAMIÐLUN

Sáttamiðlun er aðferð til lausna ágreinings og hefur notkun hennar verið að aukast hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Í sáttamiðlun er lausn deilunnar sett í forgang og aðilar hennar spila  sjálfir stærsta hlutverkið ólíkt hefðbundnum dómsmálum.  Sáttamiðlun er ódýrari og fljótlegri kostur en dómstólaleiðin og meiri líkur eru á að allir aðilar gangi sáttir frá borði. Sáttamiðlari  hjálpar aðilum í gegnum skipulagt og mótað ferli til að komast að samkomulagi um lausn ágreinings. 


Við hjá Ráðhúsinu veitum faglega og persónulega þjónustu við lausn ágreiningsmála.