• Ráðhúsið

Svona sjáum við upplýsingatækni


Upplýsingatækni og innleiðing hennar er mikilvægur og eðlilegur hluti af nútíma starfsemi allra fyrirtækja, stofnana og fjölmargra félagasamtaka. Þetta er þróun sem ekki endilega allir átta sig á, en er að gjörbreyta rekstrarumhverfi margra. Með tilkomu snjallsíma hefur upplýsingatækni farið frá því að vera bundin við búnað, sem oftast var á einhverjum tilteknum stað, í að fylgja okkur frá morgni til kvölds. Mikilvægi gagna eykst sífellt og því er góð nýting kosta upplýsingatækni lykill að færsælum rekstri. Við hjá Ráðhúsinu búum yfir áratugareynslu frá upplýsingatæknigeiranum, þekkjum bæði kosti upplýsingatækninnar og galla hennar, hvað beri að varast og hvað sé eftirsóknarvert. Við þekkjum og höfum ágæta reynslu af því hvernig haga megi ákvarðanatöku þegar kemur að breytingum, fjárfestingum og innleiðingu í upplýsingatækni.
Hönnun


Viðmótshönnun er mikilvægur þáttur í hugbúnaðarþróun og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að vefjum og smáforritum. Fyrirtæki á borð við Amazon, Facebook og Google framkvæma hundruðir prófana reglulega á lausnum sínum og eru stöðugt að þróa viðmótin. Góð og markviss hönnun getur einnig verið góð fyrir lífið og getur skipt sköpum þegar kemur að þínum rekstri. Hönnun stýrir bæði upplifun allra notenda og skiptir ekki síður máli þegar kemur að góðu aðgengi að upplýsingaveitum.


Ferlagreiningar


Ferlagreiningar eru grundvöllur að góðri hönnun upplýsingakerfa og eru gjarnan notaðar við val á viðeigandi lausnum. Þær leiða oft í ljós hvar staðlaðar lausnir eru takmarkandi eða kalla eftir breytingum á verklagi. Við leggjum á það áherslu að mun ódýrara sé að hafa skýra mynd af núverandi verklagi áður en hafist er handa við hugbúnaðarþróun eða kaup á hugbúnaði, en þurfa að gera dýrar breytingar eftir að hafist hefur verið handa við innleiðingu. Okkar reynsla er sú að góður undirbúningur og nákvæm ferlagreining skili sér í áreiðanlegri kostnaðargreiningu og betri ákvarðanatöku.


Sviðsmyndagreining


Verkefni á sviði upplýsingatækni eru gjarnan að fást við leit að lausnum á vandamálum sem staðið er frammi fyrir. Það er hins vegar afar mikilvægt að skoða vel hvaða sviðsmyndir séu líklegar eftir innleiðingu breytinga eða hvert markmið okkar sé á væntanlegum líftíma þeirra lausna sem við erum að skoða. Hér leggjum við sérstaka áherslu á að skoða hvort lausnir geti stækkað með starfseminni og að hún byggi ekki á úreltum tæknilegum lausnum. Ódýrasta lausnin er alls ekki alltaf sú ódýrasta þegar horft er til heildarkostnað á áætluðum líftíma.


Útboð


Þegar leitað er tilboða í upplýsingatæknilausnum er mikilvægt að vandað sé vel til verka. Staðlaðar lausnir geta kallað á breytt vinnubrögð við innleiðingu hennar, auk annarrar sérsmíði og aðlögunar sem auðveldlega getur bæði orðið dýr og kallar á stöðuga vinnu við viðhald á líftíma. Það er því afar mikilvægt að tekið sé tillit til þessara þátta í öllum upplýsingatækniverkefnum.Þróun


Staðlaðar lausnir henta ekki endilega þínum aðstæðum og þá getur verið freistandi að fara út í eigin þróun. Þar ber þó margt að varast og fjölmargir sem hafa brennt sig á því að þróun og viðhald reynist bæði flóknara og dýrara en búist var við. Við höfum bæði þekking og reynslu af því að meta verkefni og kostnaðaráætlanir og veitum hlutlausa ráðgjöf varðandi bestu og hagkvæmustu leiðina að markmiði þínu.


Innleiðing


Innleiðing upplýsingatæknilausna kallar oft á styrka breytingastjórnun þar sem þjálfun starfsfólks, væntingastjórnun og upplýsingagjöf skiptir verulegu máli. Þegar heildarkostnaður fjárfestinga í upplýsingatækni er skoðaður, er mikilvægt að taka tillit til þessara þátta. Breytingum fylgja áskoranir og tækifæri og dæmin sýna að nauðsynlegt er að vel sé á málum haldið við innleiðingu.


Mælingar


Að okkar áliti eru góðir mælikvarðar um árangur nauðsynlegur þáttur í hverju upplýsingatækniverkefni. Mælingar snúa bæðí að þjónustustigi og árangri þar sem verður að líta til innri og ytri hagaðila. Sjálfvirkar mælingar veita stöðuga yfirsýn, en notendaprófanir og viðhorfskannanir eru líka nauðsynlegur þáttur í mælingum. Með þeim næst mun meiri dýpt en ef eingöngu er stuðst við sjálfvirkar rafrænar mælingar.


Gervigreind og fjórða iðnbyltingin


Gervigreind er meðal lykla að fjórðu iðnbyltingunni, bæði í framkvæmd og til að skilja hvað aðskilur þessa byltingu frá fyrri iðnbyltingum. Að okkar mati mun fjórða iðnbyltingin hafa gríðarleg áhrif á störf fjölda fólks og þá ekki hvað síst þeirra sem hafa lokið háskólamenntun. Í þessu felast bæði tækifæri og ógnir sem haft geta áhrif á þinn rekstur.


Gagnavinnsla


Tími fjárfestinga einstakra fyrirtækja og stofnana í rándýrum tölvubúnaði til gagnavinnslu er að mestu liðinn (þó með mikilvægum undantekningum) og nú fer gagnavinnsla meira eða minna fram í netskýi. Þar sem þessi kostnaður er í dag bæði lægri en áður og breytilegur hafa margvísleg tækifæri opnast fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að nýta sér enn frekar lausnir á þessu sviði en hingað til.


Gagnagreining


Við leggjum sérstaka áherslu á lausnir sem gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum og þar hefur úrval verkfæra til greininga margfaldast. SaaS lausnir þar sem notkun byggir að stórum hluta á breytilegum kostnaði hefur einfaldlega orðið til þess að lausnir sem fyrir örfáum árum voru aðeins á færi stórfyrirtækja, standa nú litlum og meðalsmáum fyrirtækjum til boða. Leitaðu til okkar varðandi faglega ráðgjöf í þessum efnum.


Öryggismál


Það er afar mikilvægt að huga vel að öryggismálum og tryggja þau með fagmennsku að leiðarljósi. Öryggismál eru miklu mun meira en tæknilegar lausnir og kalla á þjálfun starfsfólks auk stöðugrar upplýsingagjafar til hagaðila. Hér er því afar mikilvægt að skilja vel hversu miklar varnir eru nauðsynlegar til að tryggja rekstraröryggi og hvort reksturinn kalli á formlega vottun. Við hvetjum þig til að setja þig í samband við okkur til þess að meta þín öryggismál.


Persónuvernd


Regluverk varðandi persónuvernd skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að upplýsingatækni. Viðurlög á brotum geta haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu, auk þess sem orðsporsáhætta er veruleg. Jafnframt er regluverk í kringum þessi mál í stöðugri þróun og því mikilvægt að fylgjast vel með. Hér á landi hafa komið upp mjög alvarleg mál af þessu tagi og við veitum faglega ráðgjöf varðandi hvernig best sé að tryggja persónuvernd allra hagaðila.