• Ráðhúsið

Svona sjáum við markaðsmál

Updated: Feb 1, 2021

Auglýsingar


Fjölbreytt framboð auglýsingamiðla kallar á fagmennsku í framleiðslu og notkun auglýsinga. Allt frá hefðbundnum miðlum á borð við prent, útvarp, útimiðla og sjónvarp til samfélagsmiðla þá færðu faglega ráðgjöf frá okkur sem hefur það markmiði að hámarka árangurinn af framleiðslu og birtingu auglýsinga og skilaboða.


Birtingastjórnun


Markviss stýring á birtingum auglýsinga og markaðsefnis snýr að því að tryggja hámarksnýtingu þess fjár sem lagt er í markaðsstarf. Allt frá hefðbundnum fjölmiðlum til samfélagsmiðla, þá búum við yfir sérþekkingu á þessu sviði sem tryggir þér sem mestan árangur. Við styðjumst við þekktar aðferðir í stjórnun birtinga og val á góðum auglýsingamiðlum.


Mörkun


Mörkun eða “branding” er ferli sem við mælum með að sé framkvæmt með reglubundnum hætti til að hámarka þann ávinning sem það getur haft í för með sér. Við styðjumst við þekktar og árangursríkar aðferðir þegar kemur að Mörkun. Ferlið getur falist í allt frá einföldum aðgerðum til smávægilegra lagfæringa til allsherjar endurmörkunar. Við byggjum á reynslu og þekkingu á því hvernig einna mestur árangur fæst.


CRM - Viðskiptavinastjórn


Viðskiptavinastjórn eða CRM er að okkar áliti gjarnan vannýtt tækifæri hér á landi. CRM gertur virst flókið, en við styðjumst við árangursríkt ferli við val á lausnum, innleiðingu og notkun sem tekur mið af þörfum íslenskra fyrirtækja. Skipulag og innleiðing viðskiptavinastjórnunar hefur reynst mörgum félögum og fyrirtækjum dýrmætt. Er það bæði vegna þess árangurs sem næst, m.a. í auknu virði viðskiptavina, en ekki síður í áhrifum á skipulagi og verklagi sem kallar á svolítinn aga og aukna umsjón í sölu og markaðsaðgerðum.


Markaðsrannsóknir


Stefnumótun í markaðs- og kynningarstarfi kallar á að gerðar séu margvíslegar rannsóknir. Til að skoða eigin stöðu og árangur, en ekki síður til að átta sig á stöðu keppinauta og væntinga viðskiptavina. Með því er hægt að móta betur og af meiri áreiðanleika markaðs- og kynningarstarfið. Við styðjumst við þekktar og áreiðanlegar aðferðir þegar kemur að markaðsrannsóknum og teljum okkur bjóða hagstæðar lausnir í þessum efnum sem henta vel aðilum á íslenska markaðinum.


Markhópagreiningar


Við mælum með því að reglulega séu gerðar markhópagreiningar. Breytingar á vörumerkjum, viðhorfum neytenda og samfélagsmiðlar geta haft veruleg áhrif á samsetningu þeirra markhópa sem unnið er að í markaðssetningu, auk breytinga á boðleiðum og hvað henta kann best. Er ekki tímabært að líta á markhópana og hvernig boðmiðlun og samskiptum við þá er háttað og hvað gæti farið betur?


Neytendahegðun


Að okkar áliti er þekking á neytendahegðun lykill að því að veita vöru og þjónustu sem stenst væntingar og gerir þér kleyft að koma viðskiptavinum þægilega og skemmtilega á óvart. Ef neytendahegðun, atferli, kauphegðun og kaupáform þeirra eru ekki nægilega þekkt er hætta á því lögð sé áhersla á þætti sem ekki skila sér í sömu jákvæðu viðbrögðum og stefnt er að hverju sinni. Að ógleymdri góðri yfirsýn yfir samkeppnina má tellja upplýsingar af þessum toga meðal lykilþátta í starfsemi flestra.


Rýnihópar


Rýnihópar og djúpviðtöl eru þekktar eigindlegar aðferðir við að afla markaðsþekkingar sem getur reynst nauðsynlegt við að ná þeim árangri sem að er stefnt, en erfitt getur reynst að ná fram með öðrum aðferðum. Við mælum óhikað með þessari aðferð, enda hefur hún yfirleitt skilað afar góðum árangri.


Viðhorfskannanir


Lykilinn að góðum árangri í rekstri felst í því að þekkja óskir, þarfir og væntingar núverandi viðskiptavina til lengri og skemmri tíma. Sama gildir þegar sótt er inn á nýja markaði. Faglegar viðhorfskannanir og viðhorfsrannsóknir með markvissum spurningum og góðu spurningaferli eru, að okkar áliti, ómetanlegar þegar ætlunin er að hlúa að viðskiptavinum og stýra vöru- og/eða þjónustuframboði til samræmis við óskir þeirra.


Þjónustumælingar


Til að veita góða þjónustu sem viðskiptavinir eru sáttir við og ánægðir með eru þjónustumælingar yfirleitt nauðsynlegur þáttur í því að mæla og meta árangur af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. Yfirleitt eru þessar mælingar framkvæmdar þannig að þær skili miklum ávinningi með hóflegum tilkostnaði. Ef þjónusta skiptir þig máli, mælum við eindregið með því að leita til okkar fyrir faglega ráðgjöf varðandi þjónustumælingar.


Samfélagsmiðlar


Tilkoma samfélagsmiðla breytti því umhverfi sem við vinnum í og bjó til vettvang til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri við þína viðskiptavini. Við leggjum á það áherslu að samfélagsmiðlar eru annað og meira en ný leið til að koma skilaboðum þínum á framfæri við mögulega og núverandi viðskiptavini. Lykilinn að góðum árangri á samfélagsmiðlum liggur í því að skapa áhugavert samfélag sem stuðlar að því að virði vörumerkis aukist.