• sigmundur2018

Stiklað á stóru um 2020

Það er hefð fyrir því að stikla á stóru um árið, svona rétt um það bil að það er að enda. Þetta var ár stórra tíðinda og hið ósýnilega flóð Covid 19 verður sannarlega fært í sögubækur. Við ætlum hins vegar að leyfa öðrum að rifja upp helstu fréttir ársins og ætlum frekar að horfa á þau áhrif sem heimsfaraldur hefur haft á þeim sviðum sem snúa að okkur. Covid eða kófið hafði mismunandi áhrif á okkur og þó efnahagssamdráttur hafi verið bæði hraður og harður, þá hafa sannarlega ekki allir verið í erfiðleikum þetta árið. Verst fór kófið með ferðaþjónustuna.Gríðarlegur samdráttur á heimsvísu í grein sem stóð undir 10,3% af heimsframleiðslu er heldur betur harður skellur. Ferðaþjónusta skapaði 1 af hverju 10 störfum á heimsvísu og hér á landi var þetta bæði orðin stærsta gjaldeyrisöflun okkar og hvað fjölda starfa varðar. Árið 2019 er talið að ferðaþjónusta hafi verið orðin 22,8% af landsframleiðslu hér á landi og staðið undir tæplega 22% vinnumarkaðar. Hraðfrysting þessarar greinar þýddi fjöldauppsagnir og gríðarlegan samdrátti og stjórnvöld voru fljót til með mótvægisaðgerðir. Mörg fyrirtæki hafa því staðið af sér kófið, í það minnsta hingað til. En öll greinin er í sárum og mun eiga erfiða mánuði fyrir höndum. Telja verður næsta víst að flugfargjöld muni hækka verulega á komandi ári, viðskiptaferðalög munu ekki komast í sama farveg og var fyrir hrun og kreppan sem nú gengur yfir mun hafa áhrif á ferðavilja. Í þessu ástandi er afar mikilvægt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að huga að innviðum. Við leggjum áherslu á að fjárfestingar í gervigreind og upplýsingatækni séu lykilinn öflugum vexti til framtíðar.

Upplýsingatækni og tæknifyrirtækin hafa mátt sæta aukinni gagnrýni á árinu og hún verið af ýmsu tagi. Raunar má halda því fram að árið 2020 hafi áþreifanlega komið í ljós afleiðingar af hófsömu eftirliti og miklum vexti stærstu upplýsingatæknifyrirtækjana og það hafi ekki þótt sérlega glæsileg niðurstaða. Upplýsingaóreiða hefur verið til umræðu allt frá óvæntum úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016 og ekki síður til Brexit. Covid varð síðan til þess að sýna framá hversu illa er komið fyrir upplýsingaumhverfi okkar og hversu alvarlegar afleiðingar upplýsingaóreiða hefur á tímum heimsfaraldurs. Einna verst var ástandið í Bandaríkjunum, þar sem 1 af hverjum 1000 höfðu látist af völdum Covid undir lok ársins, á meðan hér á landi hafði tekist mun betur til. En það var ekki eingöngu upplýsingaóreiða sem varð tilefni til gagnrýni á tæknifyrirtækin.


Sú staðreynd að risafyrirtæki á borð við Google, Apple, Amazon, Facebook safna um okkur gríðarlegu magni upplýsinga og að þessi fyrirtæki séumeð ýmsu móti að skapa sér einkonunarstöðu, hefur orðið til þess að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er verið að koma böndum á starfsemi þeirra, .þó það sé með ólíku móti. Í Bandaríkjunum er þetta helst að gerast með málaferlum málaferli samkeppnisyfirvalda, á meðan að í Evrópu er það ESB sem hefur beitt lagasetningu. Hér er rétt að benda á að lagasetning sem snertir þessi fyrirtæki getur haft áhrif langt út fyrir það svæði sem lögin taka til. Þess vegna mun lagasetning ESB hafa áhrif á heimsvísu, en ekki eingöngu á ríki ESB/EES og ólíkt 3 orkupakkanum þá myndu íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja þessu regluverki ESB þó það væri ekki lögleitt hér á landi vegna EES samningsins. EES samninginn.

Facebook gerði tilraun til að mótmæla regluverki ESB með því að hóta því að loka á Facebook í Evrópu, en viðbrögðin voru með þeim hætti að ljóst er að ESB mun leika lykilhlutverk í lagaumhverfi þessara tæknifyrirtækja. Hér er því rétt að vekja athygli á nýju frumvarpi sem nú er í meðförum ESB og nefnist á ensku Digital Services Act og Digital Market Act og verður væntanlega stytt í DSA/DMA. Hér er um nýtt regluverk að ræða sem mun væntanlega taka gildi eftir 3 ár og hugsanlega mun líða lengri tími áður en þetta verður hluti af EES samningnum. Þetta nýja regluverk mun án efa hafa víðtæk áhrif. En nú þegar má sjá að regluverk ESB til persónuverndar mun auka persónuvernd, en á sama tíma auka markaðskostnað smærri markaðsaðila vegna þess að dýrara verður að ná til neytanda. Við fylgjumst með framgangi þessa máls hjá ESB sem á væntanlega eftir að taka einhverjum breytingum í meðförum þingsins.


Markaðsaðilar þurfa að vita að neytendur eru í auknum mæli orðnir meðvitaðir um að persónulegum gögnum sé safnað um þá. Greina má ákveðin kynslóðaskipti í notkun samfélagsmiðla, þar sem sú kynslóð sem fædd er í kringum aldamót og yngri virðist hafa ákveðið að sleppa Facebook. Notkun samfélagsmiðla er líka að breytast og aðrir samfélagsmiðlar njóta stöðugt meiri vinsælda hjá þessum hóp. TikTok fékk hvað mesta athygli í kjölfarið á því að hópur aðdáenda Kpop tók sig saman og ataðist í kosningafundi Trump.Sértækir miðlar á ýmsum sviðum eru að verða spennandi valkostir fyrir markaðsaðila, en kalla þó sannarlega á rétta nálgun. Hér gildir raunar að velja og hafna. Því mun betra er að gera góða hluti á færri stöðum, en kasta til höndum á mörgum. Við hjá Ráðhúisnu ráðgjöf veitum góð ráð við val á samfélagsmiðlum og framleiðslu á efni sem hentar.