• sigmundur2018

Mikilvægi góðra markaðs- og viðhorfsrannsókna á tímum breytinga

Mikilvægi góðra markaðs- og viðhorfsrannsókna hefur sjaldan verið meira en nú.


Fyrirtæki, samtök, félög og einstaklingar eru að fást við starfsaðstæður sem eiga sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Því er afar líklegt að uppbygging og skipulag markaðssóknar taki breytingum í takt við samfélagsbreytingarnar sem þegar hafa orðið og eru framundan á næstunni. Við þessar aðstæður sem er rétt að bretta upp ermar, láta hendur standa framúr ermum, skipuleggja markaðsstarfið vandlega

næstu vikur og mánuði og í hverju það getur fólgist. Þetta á við hvort sem um nýja starfsemi er að ræða, hvort hún eigi að baki áratugi í starfsemi sinni eða hvort alger endurskoðun hvað áform varðar sé löngu tímabær og nauðsynleg. Það eru gnægð tækifæra framundan, ef vilji er til þess að rækta þau og njóta ávaxta þeirra. Hvar ert þú eða fyrirtækið statt þegar kemur að nýjum áskorunum og ónumdum löndum? Ertu að rækta markaðinn?


Ný starfsemi

Þeir sem eru að hefja nýja starfsemi um þessar mundir standa líklega nokkuð vel. Auðvelt er að afla mikilvægra upplýsinga um væntanlega kaupendur og markhópa auk neysluhegðunar þeirra og í hverju tækifærin geta verið fólgin. Einnig á að vera auðvelt að afla upplýsinga

um hvort eftirspurn sé til staðar og í hvaða mynd hana er að finna og hvernig megi rækta og efla hana. Viðbúið er að markaðsefni vanti og nú er því tækifæri til að sníða það í samræmi við það sem líklegt er að njóti


góðs árangurs þegar horft er til framtíðar.

Viðhald


Þeir sem hafa verið að sækja fram þrátt fyrir takmarkanir vegna farsóttar geta mögulega verið ágætlega settir ef þeir hafa safnað saman upplýsingum um árangur markaðssóknar sinnar undanfarið. Ef þetta er þekkt eru talsvert meiri líkur á að auðveldara verði að fást við ný viðmið eða “norm” í hugum neytenda og við markaðsstarfið. Ef engum upplýsingum af þessu tagi hefur verið safnað er hægt að afla upplýsinga með markaðs- og viðhorfsrannsóknum. Þannig má segja að ef um eðlilegt viðhald hafi verið að ræða undanfarið sé urmull áskorana og tækifæra þegar haldið er áfram veginn.
Afsakið hlé og endurvinnsla

Þeir aðilar sem lítið sem ekkert hafa gert við núverandi aðstæður þurfa margir virkilega að bretta

upp ermar og hefjast strax handa. Það er ljóst að aðferðir við markaðssetningu hafa marktækt breyst. Neyslumynstur neytenda og kauphegðun hefur mikið breyst. Þeir hegða sér öðru vísi í dag en þeir gerðu í gær. Hefurðu fylgst með þeim breytingum undanfarið eða hefurðu treyst því að allt falli í sama far og áður? Er hægt að tvinna saman markaðsstarfið framundan með því sem hefur verið notað og fengist við undanfarið, til að njóta hugsanlegra áhrifa samlegðar? Rannsóknir sína að neytendur afla sér upplýsinga víðar og með öðrum hætti en áður. Þeir sem hafa nýtt þær upplýsingar og hyggjast gera það áfram, t.d. með markaðs- og viðhorfsrannsóknum, eiga að koma sér fyrir og hefja leik. Þeir sem ekki hafa verið að styðja við starfsemi sína með markaðssetningu eða annast einhverja markaðssókn yfirleitt eru að flestu leyti á byrjunarreit. Nú er þess vegna full ástæða til að endurmóta markaðsstarfið og huganlega má endurvinna markaðsefnið að einhverju leyti. Nauðsynlegt er að skipuleggja markaðsaðgerðir að fengnum góðum upplýsingum með þekkingu og kunnáttu á líklegum leiðum til árangurs. Hér er ástæða til að kalla á sérfræðinga að starfseminni og leita leiða til að annast starfið framundan.


Brett upp ermar

Fyrir flesta er full ástæða til að horfa fram á veginn, kanna vel þær aðstæður sem fengist er við og hvað hefur breyst síðustu mánuði. Þetta má gera með rannsóknum og greiningum, t.d. með viðhorfs- og markaðsrannsóknum. Þegar ljóst er hvað hefur breyst og hvað sé mögulegt varðandi markaðssetningu er mikilvægt að draga fram bæði klassísku gildin í markaðsstarfinu og nýjar árangursríkar aðferðir sem þegar hafa verið notaðar að nokkru leyti undanfarið. Láttu niðurstöður rannsókna og greininga koma þér þægilega á óvart.

Hvernig hagnýtum við upplýsingar úr markaðsrannsóknum?

Markaðsrannsóknir geta m.a. snúist um að greina kauphegðun og breytingar þar auk mælinga á eftirspurn og kaupáformum. Einnig má mæla og greina hvaða aðferðum er beitt við aðra upplýsingasöfnun í huga neytenda og hvað virðist skila mestum árangri að þessu leyti. Einnig má mæla og greina aðgerðir keppinauta undanfarið og tiltölulega auðvelt á að vera að bera saman fyrri leiðir sem beitt hefur verið og hvernig þeim er háttað í dag. Næg tækifæri eru til staðar ef ætlunin er að annast markaðsstarfið framundan með góðum árangri.


Ef ekkert er gert, við hverju má búast?

Sagan sýnir að þeir sem bregðast ekki við þeim breytingum sem eru framundan og hafa lítið sem ekkert gert undanfarið og eru ekkert að velta fyrir sér morgundeginum munu daga uppi, líkt og nátttröll gerðu í þjóðsögum okkar. Við höfum næg dæmi um tröllin á neytendamarkaði um vörumerki, verslanir og þjónustu sem ekki er í boði lengur en var til staðar fyrir fáeinum mánuðum eða misserum síðan. Margt hefur horfið undanfarið.

Spurningin sem vert er að spyrja hér er hvort fyrirtæki vilji verða nátttröll vegna aðgerðarleysis eða hvort og hvað sé til bragðs að taka til að forðast slíkar holskeflur. Það eru til ráð og lausnir við þessu öllu, en til hvaða ráða hyggstu grípa?Breytingar


Hvað hefur breyst, mun breytast og er að breytast um þessar mundir?

Neysluhegðun, kauphegðun og kaupferli hefur breyst, er að breytast og mun breytast í framtíðinni. Það er alkunna en aðgerðaleysi margra undanfarið er í einhverjum og jafnvel í mörgum tilfellum ávísun á vandræði handan við hornið. Um þetta höfum við næg dæmi.

Með breytingum á neyslu- og kauphegðun breytist eftirspurn og eðlilega kaupáform í kjölfarið.

Það sem einnig hefur breyst undanfarið er að upplýsingagjöf og sókn í þær meðal neytenda hefur aukist mikið ef marka má rannsóknir og kannanir í þessum efnum. Þá er ljóst að innihaldsrík markaðssetning (Content marketing) þar sem áhersla á markaðs- og kynningarmál eru með svolítið öðrum hætti en hingað til hefur breyst og fellur neytendum afar vel. En sökum þekkingar- og kunnáttuleysis meðal einstakra fyrirtækja virðist sem einhverjir muni heltast úr lestinni, sem hingað til hafa notið góðs af góðri markaðsstöðu. Mögulega eru hér því að verða til nátttröll líkt og nefnt er hér ofar. Besserwissismi dugar mjög skammt í þessum áskorunum, og getur verið til skaða.

Samkeppnin mun mjög líklega breytast talsvert. Það er nánast öruggt að margir eru að undirbúa sig fyrir ný viðmið og verða klárir í keppnina þegar hún hefst af alvöru. Reyndar eru mjög margir þegar búnir að breyta hjá sér upplegginu í markaðssókn sinni og munu gera það áfram eins og þeir kjósa og þörf krefur. Því er ljóst er að auk breytinga meðal neytenda er samkeppnin að breytast.

Þeir sem bregðast við nýjum áskorunum í markaðs- og kynningarstarfi munu njóta góðs af því. Því er rétt að hefjast handa um að innleiða, tileinka sér og beita nýjum aðferðum í markaðs- og kynningarstarfi. Þá er mikilvægt að haldið sé skipulega um það sem fengist er við, hvernig viðfangsefni eru leyst, hvaða árangri verkefnin skila og hvernig hann er mældur. Þetta eru alls kyns áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og því mikilvæg að unnið sé skipulega með markvissri gerð áætlana með góðri ráðgjöf. Næg tól og tæki eru til að rækta markaðsgarðinn og njóta ávaxtanna.


Framundan eru tækifæri

Í ljósi þeirra miklu breytinga sem eru flestum augljósar er þörf á sérfræðingum, sem kunna til verka, vita hvað sé líklegt til árangurs og hvernig ná megi góðri stöðu í markaðs- og kynningarmálum. Meðal lykla að jákvæðri framvindu eru mælingar og rannsóknir, til að afla upplýsinga um breytingarnar og hvað sé líklegt til árangurs. Þess vegna hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið meiri þörf á góðum og marktækum viðhorfs- og markaðsrannsóknum. Tækifæri til sigurs eru til staðar með þekkingu, kunnáttu, færni, skipulagi og vilja.