• sigmundur2018

Hvernig komum við íslenskri ferðaþjónustu í gang?

Við upphaf Covid 19 veltu margir því fyrir sér hvenær við myndum sjá ferðaþjónustuna taka við sér og hvort við gætum mögulega haldið henni gangandi þrátt fyrir heimsfaraldur. Það virtust margir búast við því að ástandið væri tímabundið og þetta myndi ganga yfir á nokkrum mánuðum. Reyndin varð önnur. En nú á vordögum 2021 má búast við því að ástandið sé að breytast og spennandi tækifæri framundan. Ferðaþjónustufyrirtækin eru þó augljóslega mörg hver í vandræðum með lausa fé og starfsfólk horfið á braut. Tekjur hafa verið litlar og það virðist augljóst að hér sé tækifæri fyrir fjárfesta að koma að rekstrinum. En það er borðleggjandi að ferðaþjónustan mun taka breytingum og við teljum sérstaklega mikilvægt að horfa til fjárfestinga í stafrænum lausnum, sjálfvirknivæðingu og gervigreind.

Bólusetningar á helstu markaðssvæðum íslensku ferðaþjónustaðilana ganga vel. Það er viðbúið að bæði Bandaríkin og Evrópa muni hefja undirbúning á opnun landamæra sinna á næstu vikum. Ferðaþjónustufyrirtækin eru þó augljóslega mörg hver í vandræðum með að komast af stað. Tekjur hafa verið takmarkaðar og því gríðarlega mikilvægt að hefjast handa við markaðssetningu og lykilatriði að horft sé til fjárfestinga í stafrænum lausnum. Það er mikilvægt að ekki sé horft eingöngu til tækifæra í fortíð. Þau fyrirtæki sem munu nýta gervigreind til að ná árangri, eru líklegri til að ná langtíma árangri og ekki má heldur horfa framhjá því að Amazon virðist ætla sér að sækja inn á ferðamarkaðinn sem bæði skapar ógnir og tækifæri fyrir aðila í íslenskri ferðaþjónustu.Við þurfum að hafa í huga að þó bólusetningar séu hafnar, þá er ljóst að til skamms tíma er faraldurinn enn að hafa mikil áhrif. Því fylgir augljós áhætta að opna lönd fyrir ferðafólki og það mun án efa verða lögð á það áhersla að fólk fái ekki að ferðast án bólusetningar eða staðfestingar á því að það sé ekki smitandi. Það er alls ekki erfitt að sjá fyrir rafræna framkvæmd á því eftirliti sem væri einfalt og skilvirkt. Raunar mun ESB nú þegar tilbúið með rafræn skilríki sem ætlunin er að innleiða og gera má ráð fyrir að Íslendingar ættu greiðan aðgang að þessari lausn ESB, enda sjáum við um landamæravörslu fyrir ESB á grundvelli Shengen samkomulagsins. Því til að byrja með mun það skipta öllu máli að koma í veg fyrir að ferðafólk beri með sér smit á milli landa og það gerist einfaldlega ekki öðruvísi en með öflugu eftirliti.


Það er líka rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan snýst ekki eingöngu um afþreyingu og þeir sem hafa verið að þjónusta viðskiptaferðir gætu átt eftir að finna fyrir mestri breytingu. Við teljum að þeir ferðaþjónustuaðilar sem hafa verið að þjónusta viðskiptaferðir muni sjá fram á 20-30 prósent samdrátt í viðskiptaferðum í samanburði við árið 2019. Ástæðan er augljós. Viðskiptalífið er búið að uppgötva kosti þess að nýta sér fjarfundarbúnað og þann augljósa sparnað sem hægt er að ná fram með nýtingu hans. Við teljum að sú breyting muni fyrst og fremst snúa að styttri viðskiptaferðum (1-2 dagar), en á sama tíma mun kostnaðarvitund fyrirtækja verða sterkari en verið hefur. Kemur þar bæði til hin augljósi sparnaður, en ekki síður sú staðreynd að viðskiptalífið hefur verið að ganga í gegnum kreppu samfara heimsfaraldri.

Það hlýtur að vera freistandi fyrir fyrirtæki að draga úr ferðalögum, en ekki síður að einfalda þjónustu við þá sem þurfa að ferðast. Við erum að sjá nýja aðila koma inn í viðskiptaferðaþjónustu sem við teljum vera mjög spennandi samstarfsaðila fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og þá sem vilja ná til sín viðskiptaferðum. TravelPerk og TripActions eru dæmi um þessi fyrirtæki. Það þarf ekki annað en skoða hverjir hafa verið að fjárfesta í þessum fyrirtækjum til þess að átta sig á því að hér er mjög áhugavert tækifæri þar sem áherslan er augljóslega á að nýta stafræna tækni til þess að veita betri upplifun en aðrir hafa verið að gera á þessum markaði.


Við höfum sára litlar áhyggjur af Íslandi sem áfangastað þegar kemur að afþreyingar ferðafólki. Því Ísland er stórkostlegt land heim að sækja og hefur fengið jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum á meðan heimsfaraldurinn hefur gengið yfir. Við sjáum því líka góð tækifæri fyrir fjárfesta í þeim hluta íslenskrar ferðaþjónustu. Þau fyrirtæki sem eru að komast í gegnum þessa kreppu munu njóta góðs af og áhugaverðir fjárfestingarkostir eru í boði. Fjárfestar þurfa þó að skoða vandlega hvernig þau fyrirtæki sem vekja áhuga standa hvað varðar stafræna tækni og þróun. Við veitum að sjálfsögðu ráðgjöf í þessum efnum og byggjum á reynslu okkar og þekkingu úr ferðaþjónustu. Nú þegar er byrjað að ræða markaðsátak og það er sannarlega tækifæri núna til þess að minna á okkur.

Við eigum líka að horfa á hvernig íslensk ferðaþjónusta getur komist út úr vítahring hárra bókunargjalda og hvernig íslenskt hugvit í upplýsingatækni getur lyft íslenskri ferðaþjónustu upp á næsta stig. Þar eru tækifæri til fjárfestinga og gleymum því ekki að ferðaþjónusta um allan heim er að ganga í gegnum nákvæmlega sömu hörmungar. Það er líka tækifæri.