MÖRKUN

Stórt og rótgróið fyrirtæki sem hafði vegnað vel í marga áratugi komst í eigu nýrra aðila. Með nýjum eigendum varð einnig nokkur breyting í hópi stjórnenda fyrirtækisins. 


Snemma varð ljóst að merki félagsins (brandið) myndi ekki reynast gott í ljósi væntinga nýrra eigenda fyrir markaðs- og kynningarstarf. Þá voru ótal tækifæri fólgin í endurmörkun félagsins auk þess sem það var fjárhagslega skynsamlegt. Þess vegna var hafist handa um endurmörkun félagsins, en í eignasafni þess voru á fjórða tug merkja.
 

Mörkunarvinna felur í sér greiningarvinnu, m.a. fyrir innviði félagsins en gagnvart viðskiptavinum sýndi greiningarvinnan hve mikilvæg hún er.Hvað samkeppni varðar, sem var umtalsverð og stöku sinnum beinskeytt, er ljóst að endurmörkunarvinna reyndist afar farsæl.   


Að lokinni vinnu sem varði í fáeinar vikur var nýtt merki kynnt og í dag er félagið í fararbroddi.