MARKAÐSSÓKN

Íslenskt þjónustufyrirtæki var ekki að ná nægilega góðum árangri í sölu og markaðsstarfi og aukin samkeppni á markaði kallaði á aðgerðir. Stjórnendur sáu tækifæri í breyttum áherslum í markaðsmálum, þar sem lögð yrði aukin áhersla á stafræna markaðssetningu. Við greiningu kom í ljós að mikil tækifæri væru til staðar.

 

Við lögðum til að farið væri í endurnýjun á vefsvæði, breytingar gerðar á upplýsingatækniumhverfinu og farið yrði í nýja nálgun í samskiptum við viðskiptavini. Við fórum í greiningu á virði viðskiptavina, hegðun þeirra og viðhorfum til fyrirtækisins. Tekin voru upp þjónustu viðmið og mælingar sem ekki höfðu verið framkvæmdar reglulega áður. Með greiningu á verðmæti viðskiptavina varð til ný nálgun í markaðssókn sem skilaði sér í aukinni veltu, fjölgun viðskiptavina og meiri arðsemi.

Upplýsingatækni var notuð til þess að mæla árangur og fylgja eftir markmiðum.