MARKAÐSRANNSÓKNIR

Stjórnmálaflokkur var að mótast í íslensku stjórnmálaumhverfi og hafði náð kjöri á sveitarstjórnarstigi með samstarfi við annan stjórmálaflokk. Nú var samstarfinu að ljúka, kosningar framundan og lítið sem ekkert fylgi reyndist vera til staðar fyrir flokkinn skv. viðhorfsmælingum Gallup. Því var ljóst að grípa þyrfti til markvissra og árangursríkra aðgerða svo stjórnmálaflokkurinn myndi ekki líða afhroð í komandi kosningum.  

 

Stjórnmálaflokkurinn greip til þess ráðs að leita út fyrir raðir flokksmanna til að rannsaka hvað væri líklegast til árangurs fyrir komand kosningar. Því var sinnt með góðri spurningagerð, framkvæmd viðhorfskannana og góðri greiningarvinnu. Í kjölfar þess var innleidd ný stefna í markaðs- og kynningarstarfi. Greint var m.a. hvar líklegast væri að ná árangri bæði hvað vettvang boðmiðlunar varðar, með hvaða hætti með skilaboðum og meðal hverra mestur árangur væri líklegastur. Með endurteknum snjöllum hagstæðum viðhorfsmælingum mótaðist ný stefna í markaðs- og kynningarstarfi flokksins.
 

Árangurinn reyndist framúrskarandi góður. Fylgi flokksins nær fjórfaldaðist á þremur mánuðum og tryggði áframhald flokkstarfs sem reynst hefur honum mjög vel.