MARKAÐSMÁL

Við veitum alhliða, faglega markaðs- og söluráðgjöf til bæði smærri og stærri aðila. Við höfum reynslu og þekkingu til að takast á við þær áskoranir sem þú stendur frammi fyrir í þínu markaðsumhverfi. Fyrsta skrefið að meiri árangri í þínum markaðs- og sölumálum er að hafa samband við okkur.

 

Okkar ráðgjöf hefst alltaf á greiningu á þínum aðstæðum þar sem við leggjum alla áherslu á hafist sé handa við aðgerðir eins fljótt og kostur er. Til hvaða aðgerða er rétt að grípa, veltur allt á þeirri áskorun og markaðsaðstæðum sem þú stendur frammi fyrir.

 

Við vitum að öflugt markaðsstarf er forsenda fjárhagslegs ávinnings í þinni starfsemi. Með reynslu okkar og þekkingu getum við tekist á við áskoranir sem snúa að almannatengslum, auglýsingum og birtingastjórnun, framleiðslu, markaðsmálum, mörkun, rannsóknum og vörumerkjastjórnun svo eitthvað sé nefnt.

 

Allt okkar starf byggir á fagmennsku, trúmennsku og trúnaði gagnvart þeim sem við störfum fyrir. Við fylgjum siðareglum í öllu okkar starfi sem við kynnum fyrir öllum viðskiptavinum okkar.

sofi_test3.jpg

KOMDU TIL OKKAR

Lágmúla 6,108, Reykjavík

5715515rad@radhusid.is

Ráðhúsið Lágmúla 6, 108, Reykjavik | 5715515 | KNT 6307071290 | VSK 95178 |  Höfundarréttur 2020 | Persónuverndarstefna | Skilmálar

  • LinkedIn
  • Facebook