HAGRÆÐING

Íslenskt þjónustufyrirtæki var ekki að ná nægilega góðum árangri í sölu og markaðsstarfi, auk þess sem kostnaður vegna dreifingar á vörum og þjónustu var of hár. Stjórnendur vildu því fækka milliliðum og ná beinu sambandi við neytendur sem flestir voru á alþjóðamarkaði. Við greiningu kom í ljós að mikil tækifæri væru til staðar, en reynsla fyrirtækisins á einstaklingsmarkaði erlendis var takmörkuð.

 

Við lögðum til að farið væri í gerð og hönnun á verslunarviðmóti, vefur endurnýjaður og lögð áhersla á að ná til viðskiptavina með beinum hætti í gegnum stafrænar auglýsingar og samfélagsmiðlanálgun. Jafnframt að upplýsingakerfi væru aðlöguð að þessum breyttu áherslum. Sérstök áhersla var á að skapa upplifun viðskiptavinar í öllu ferlinu. Við fórum í greiningu á virði viðskiptavina, hegðun þeirra og þörfum. Tekin voru upp þjónustuviðmið og mælingar til þess að styðja við markaðssóknina á einstaklingsmarkaði.

 

Árangurinn var framar björtustu vonum og tókst bæði að lækka kostnað og auka tekjur.