AÐFÖNG OG BIRGÐIR

Mörg félög og fyrirtæki búa yfir umtalsverðum verðmætum í birgðum. Um leið gefa stjórnendur því lítinn gaum í hverju verðmætinu eru fólgin og með hvaða hætti mætti hagræða.

Fengist var við greiningu birgða hjá stóru félagi á verslunarsviði, í því skyni að hagræða og auka þannig á hagnað félagsins, að bæta skilvirkni og annað sem er til bóta við aðfangastjórnun.


Greiningarvinna sýndi að mörg vörunúmer, sem í þessu tilfelli voru á annað þúsund, höfðu verið á lager fyrirtækisins í marga mánuði óhreyfð. Því var hafist handa um að selja vöru sem höfðu verið í meira en þrjá mánuði óhreyfð. Veltuhraði birgða að lokinni greiningu sýndi að veltuhraði var tæplega 3. Með lausnamiðaðri nálgun, afskriftum, samvinnu um málefnið meðal samstarfsmanna, samfélagslegri sýn á lausnum, nam veltuhraði birgða um 8. Fjárþörf félagsins hjá fjármálastofnunum minnkaði hratt og viðsnúningur í rekstri varð jákvæður sem nam tugum milljóna. Þetta kann að hafa komið einhverjum stjórnendum og stjórnarmönnum á óvart, en verkefnið reyndist í raun auðleyst með samstilltu átaki, góðri greiningarvinnu og marktækum lausnum.

Ráðhúsið Lágmúla 6, 108, Reykjavik | 5715515 | KNT 5412200970 | VSK 95178 |  Höfundarréttur 2020 - 2021 | Persónuverndarstefna | Skilmálar

  • LinkedIn
  • Facebook